Guð sagði við Abraham: „Tak þú son þinn, einkason þinn sem þú elskar, hann Ísak, og far þú til Móríalands og fórna honum sem brennifórn á því fjalli sem ég mun vísa þér á.“

Biblíulestrakvöld eru á miðvikudögum kl. 20 í Lindakirkju. Nú um stundir er verið að lesa Fyrstu Mósebók og skapast oft fjörugar umræður. Miðvikudagskvöldið 27. febrúar er komið að því að lesa 22. kaflann sem hefst á ofangreindum orðum og mörgum þykir grimmilegur. En er það raunin? Allir eru hjartanlega velkomnir að vera með.