Á sunnudaginn 24. febrúar verður kór Lindakirkju með sannkallaða tónleikaveislu ásamt hljómsveit undir leiðsögn Óskars Einarssonar.
Kórmeðlimir  flytja einsöng en tónleikaskráin verður ekki af verri endanum.

Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson, Brynjólfur Snorrason, Páll Elvar Pálsson og Friðrik Karlsson.
Tónlistarstjóri er Óskar Einarsson og Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

Aðgangur er ókeypis og það eru allir velkomnir.