Fimmtudaginn 14. febrúar fáum við góða gesti á súpusamveru eldri borgara.

Gamlir Fóstbræður mæta á svæðið og taka lagið, en það er kór eldri félaga, nokkurs konar lávarða- eða öldungadeild.

Samveran byrjar með mat/súpu kl. 12 og stendur til u.þ.b. 13.40 og kostar litlar 1500 kr. Allir hjartanlega velkomnir.