11:00 Sunnudagaskóli. Þar verður mikið sungið, fáum að sjá brúðuleikhús, heyra biblíusögur og eiga góða samverustund.

20:00 Guðsþjónusta. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar.
Fermingarbörn eru sérstaklega boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum.
Fermingarbörn úr Hörðuvallaskóla munu syngja og lesa fyrir okkur fermingarversin sín.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
Allir hjartanlega velkomnir.