JÁ, HVER Í ÓSKÖPUNUM VAR HANN?

Eins og fram hefur komið eru biblíulestrar haldnir öll miðvikudagskvöld í Lindakirkju kl. 20-21. Fyrsta Mósebók er lesin og rætt um texta hennar. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur Lindakirkju, annast lestrana, flytur inngang og leiðir umræður. Næstu vikurnar lesum við sögu Abrahams og miðvikudaginn 22. janúar er það 14. kafli 1. Mósebókar, þar sem meðal annars er talað um hinn dularfulla Melkísedek, en um hann er einnig rætt í Davíðssálmum og í einu bréfa Nýja testamentisins, Hebreabréfinu. Allir velkomnir.