Helgi Már Hannesson Píanóleikari, Steinar Matthías Kristinsson Trompetleikari og Kristín Birna Óðinsdóttir söngkona flytja á sinn einlæga hátt jólatónlist frá ýmsum löndum og tímbilum. Íslenskir sálmar, amerísk jólalög og allt þar á milli ylja gestum um hjartarætur í aðdraganda jóla.

Miðaverði er stillt í hóf til að sem flestir geti komið og notið stundarinnar í stóra sal Lindakirkju sem er dásamlegt tónleikahús þar sem Kristín hefur verið virkur meðlimur í hinum frábæra Kór Lindakirkju síðasta árið. Svo nú er tækifærið til að kúpla sig út og deila góðri stund með nokkrum vinum og / eða ættingjum.

Gestasöngvarar eru þeir Arnar Dór og Guðmundur Bergmann.
Eingöngu verða seldir miðar við hurð á meðan húsrúm leyfir. Það er posi á staðnum.
Miðaverð: 1500 kr.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.