Aðventuhátíð Lindakirkju er haldin tvisvar í dag, 16. desember kl. 17 og kl. 20:00. Eins og fram hefur komið hér á síðunni voru miðar seldir á midi.is fyrir aðeins 1.500kr.Um leið og miðasala opnaði var ljóst að halda þurfti tvenna tónleika og er löngu uppselt á báða, eða tæplega 900 sæti. Lindakirkja stendur straum af kostnaði við tónleikana en öll innkoma rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Við í Lindakirkju gleðjumst yfir að geta lagt Hjálparstarfinu lið með þessum hætti og hlökkum til að koma gestum aðventuhátíðarinnar í sannkallað jólaskap.