11:00 Sunnudagaskóli – Barnaleikrit
Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Sigga og skessan í jólaskapi.
Skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna. Það eru allir velkomnir.

17:00 & 20:00 Aðventuhátíð Lindakirkju – UPPSELT
Það er löngu orðið uppselt á Aðventuhátíðina okkar og færri komust að en vildu, því miður.
Öll innkoma mun renna óskipt til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Kór Lindakirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja fjölbreytt jólalög og sálma undir stjórn Óskars Einarssonar.
Hljómsveitina skipa Páll Elvar Pálsson, Pétur Erlendsson og Brynjólfur Snorrason.
Unglingagospelkór Lindakirkju og Barnakór Lindakirkju syngja undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur.

Við hlökkum innilega til að sjá ykkur á sunnudaginn í hátíðarskapi.