Í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan Lindakirkja var formlega vígð og tekin í notkun verður haldin sýning á myndum ljósmyndarans Haraldar Guðjónssonar.
Sýningin ber heitið: Lindakirkja í mótun en myndirnar spanna rúm 12 ár í sögu safnaðarstarfsins auk fjölda frábærra mynda af Lindakirkju á byggingarstigi.
Formleg opnun er sunnudaginn 2. desember kl. 14:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Flutt verða stutt ávörp og veitingar í boði. Ljósmyndasýningin Lindakirkja í mótun mun standa fram á vorið 2019.