Þriðjudagskvöldið 13. nóvember kl. 20:00 verður lofgjörðar- og fyrirbænastund í Lindakirkju.

Ávextir andans leiða lofgjörð og Ágústa Guðný Hilmarsdóttir hefur umsjón með stundinni.

Kaffi og samfélag á eftir, það eru allir hjartanlega velkomnir.

Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, það allt hefur Guð fyrirbúið þeim er hann elska. (Úr fyrra Korintubréfi 2. 9). Látum ekki sem fjölskylda, vinir eða góðir grannar séu sjálfsagðir. Gleymum ekki að þakka fyrir kærleika þeirra (Halla Jónsdóttir).