Tónleikamessa og Kristniboðsdagur

//Tónleikamessa og Kristniboðsdagur

Tónleikamessa og Kristniboðsdagur

Sunnudaginn 11. nóvember verður mikið um að vera í Lindakirkju. Að venju verður sunnudagaskólinn klukkan 11 um morguninn. Um kvöldið kl. 20 verður sannkölluð tónleikamessa því Kór Lindakirkju, sem heldur tónleika bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi um helgina stígur sjóðheitur á söngpallana í Lindakirkju á sunnudagskvöldið undir stjórn Óskars Einarssonar. Fermingarbörn eru sérstaklega boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum. Þar sem Kristniboðsdagurinn er á sunnudaginn verður fjallað sérstaklega um kristniboðið og tekin verða samskot sem renna munu til Kristniboðssambandsins. Allir velkomnir.

By |2018-11-08T07:32:05+00:007. nóvember 2018 23:57|