Í kvöld kl. 20:00 verður lofgjörðar- og fyrirbænastund í Lindakirkju.

Ávextir andans leiða lofgjörð og Ágústa Guðný Hilmarsdóttir hefur umsjón með stundinni.

Kaffi og samfélag á eftir, það eru allir hjartanlega velkomnir.

Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp. Þess vegna skulum við, meðan tími er til, gera öllum gott. (Galatabréfið 6. 9-10).

Það góða sem þú gerir í dag verður ef til vill gleymt á morgun – gerðum samt góðverk í dag. Gefðu heiminum það besta sem þú getur – það nær áreiðanlega skammt – en gefðu samt það besta sem þú getur. Því þegar allt kemur til alls, þá er þetta allt milli þín og Guðs (Móðir Teresa).