Miðvikudagana 24. og 31. október og kl. 20-21 verður Spádómsbók Jónasar í Gamla testamentinu lesin. Jónasarbók er margslungið rit sem er skemmtilegt aflestrar, gott til umræðu og á líkist engu öðru riti Biblíunnar, eða hvað? Ritið er stutt og verður því lesið í heild sinni þessi tvö kvöld. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur flytur stutta innleiðingu og stjórnar umræðum. Allir velkomnir