Þriðjudagskvöldið 16. október kl. 20:00 verður lofgjörðar- og fyrirbænastund í Lindakirkju.

Ávextir andans leiða lofgjörð og Ágústa Guðný Hilmarsdóttir hefur umsjón með stundinni.

Kaffi og samfélag á eftir, það eru allir hjartanlega velkomnir.

Þótt ég talaði í tungum manna og engla en hefði ekki kærleika.
Væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
(Fyrra Korintubréf 13.1).
Þar sem hlý hönd er rétt til hjálpar og huggunar, þar er engill Drottins að verki.