Gógó hélt einsöngstónleika í Lindakirkju fyrir ári síðan og vöktu þeir mikla lukku meðal tónleikagesta.
Nú ætlar hún að endurtaka leikinn og syngja velvalin lög með uppáhalds dívunum sínum.

Flutt verða lög sem Whitney Houston, ABBA, Karen Carpenter, Lara Fabian, Annie Lennox og Elton John gerðu fræg, svo einhverjir séu nefndir.
Með Gógó þetta kvöld verða þeir Óskar Einarsson, sem spilar á flygilinn, og Páll Elfar Pálsson, sem spilar á kontrabassa og rafmagnsbassa.

Húsið opnar kl. 19:00 og munu tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
Miðaverð: 2.500 kr. og einungis seldir við inganginn.