Sunnudaginn 19. ágúst verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00. Þar verður líf og fjör.

Um kvöldið kl. 20:00 verður einstök guðsþjónusta sem er jafnframt uppskeruhátíð fermingarfræðsludaga sem staðið hafa yfir þessa viku. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Prestar safnaðarins þjóna.

Allir hjartanlega velkomnir.