Enginn sunnudagaskóli verður um verslunarmannahelgina en við sjáumst aftur hress og kát þann 12. ágúst en þá hefjast einnig kvöldguðþjónustur í Lindakirkju kl. 20:00.
Þangað til minnum við á sumarstarf þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi og mun Sr. Dís Gylfadóttir þjóna þann 5. ágúst í Safnaðarheimilinu Borgum, við Kópavogskirkju kl. 11:00.
Minnum á að lokað verður á skrifstofu Lindakirkju mánudaginn 6. ágúst, á frídegi verslunarmanna.
Góða helgi!