Það verður sannkölluð gospelveisla um helgina! Á laugardag 2. júní verða tónleikar kl. 17:00 þar sem danski kórinn Pop’n Soul stígur á stokk ásamt kór Lindakirkju. Það er sko ekki á hverjum degi sem yfir 100 manns sameinast í kröftugum gospelsöng svo ekki láta þig vanta. Húsið opnar klukkan 16:30. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Á sunnudag 3. júní er sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00. Gleði og gospel guðsþjónusta verður kl. 20:00 þar sem kór Lindakirkju syngur og Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Veriði velkomin!