Vaskur hópur kvenna úr handavinnuhópnum Vinavoðum í Lindakirkju skrapp í sína árlegu vorferð, nú þriðja árið í röð, að heimsækja systurhóp sinn í Selfosskirkju. Þar hittist líka hópur kvenna vikulega og heklar og prjónar bænasjöl fyrir kirkjuna.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá sjöl í vinnslu og innpökkuð sjöl tilbúin til afhendingar til þeirra sem á þurfa að halda.