Hvenær? Annan í hvítasunnu
Hvar? Lindakirkju
Klukkan hvað? 20:00
Hvar kaupi ég miða? Lindakirkju
Hvað kostar? Litlar 2000 kr.
Einsöngur? Arnar Dór söngvari

Þann 21. maí, á annan í hvítasunnu, verður Kór Lindakirkju með sannkallaða tónleikaveislu ásamt hljómsveit undir leiðsögn Óskars Einarssonar. Kórmeðlimir munu stíga á stokk & flytja einsöng en tónleikaskráin verður ekki af verri endanum.  Sérstakur einsöngvari verður Arnar Dór Hannesson, en hann lenti í 2. sæti í VOICE Ísland fyrir rúmu ári.
Ekki er hægt að kaupa númeruð sæti en ef þú vilt tryggja þér miða er hægt að nálgast þá á skrifstofutíma milli kl: 10:00-16:00. Miðaverð er 2000 kr. en ókeypis fyrir börn, 12 ára og yngri. Miðar verða einnig seldir við inngang þann 21. maí. Húsið opnar kl. 19:00.
Sjá viðburð á facebook með því að ýta hér.
Verið velkomin í gospel tónleikaveislu!