Um hvítasunnuhelgina verður margt í boði í Lindakirkju. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl 11 og ef veður leyfir förum við jafnvel eitthvað út að leika líka. Um kvöldið kl. 20 verður haldin guðsþjónusta. Rokkkór Íslands undir stjórn Matthíasar Baldurssonar (Matta Sax) syngur fyrir og flytur alls kyns rokkperlur, íslenskar og erlendar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Á annan í hvítasunnu heldur Kór Lindakirkju tónleikaveislu kl. 20. Sérstakur gestur er Arnar Dór Hannesson. Miðaverð 2000 kr. Miðar seldir í Lindakirkju á skrifstofutíma og við innganginn.