Sunnudaginn 13. maí verður að venju sunnudagaskóli kl. 11. Það er aldrei að vita nema Rebbi láti sjá sig. Um kvöldið kl. 20 hefst guðsþjónusta. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Gísli Jónasson prófastur setur sr. Dís Gylfadóttur formlega í embætti prests við Lindakirkju en sr. var vígð í nóvember á síðasta ári. Allir prestar safnaðarins þjóna að athöfninni.