Á annan í hvítasunnu verður Kór Lindakirkju með sannkallaða tónleikaveislu ásamt hljómsveit undir leiðsögn Óskars Einarssonar. Kórmeðlimir munu stíga á stokk & flytja einsöng en tónleikaskráin verður ekki af verri endanum. Sérstakur heiðursgestur er enginn annar en: Arnar Dór.

Ekki er hægt að kaupa númeruð sæti en ef þú vilt tryggja þér miða þá hefst forsala 9. maí í Lindakirkju á skrifstofutíma milli kl: 10:00-16:00.
Miðar verða einnig seldir við inngang þann 21. maí.
Um að gera að taka kvöldið frá kæru vinir.
Allir hjartanlega velkomnir!