Sunnudaginn 29. apríl verður alveg einstakur í Lindakirkju. Í sunnudagaskólanum um morguninn verður sérstakur Bíó-sunnudagaskóli. Við bjóðum upp á popp og svaladrykki meðan við rifjum upp nokkra þætti af Hafdísi og Klemma frá í vetur. Um kvöldið kl. 20 syngur Unglingagospelkór Lindakirkju í guðsþjónustu undir stjórn Áslaugar Helgu og við píanóleik Óskars Einarssonar. Þetta er kraftmikill og magnaður kór sem er sannarlega ástæða til að koma og hlusta á. Prestur verður sr. Guðmundur Karl. Allir hjartanlega velkomnir.