Föstuguðsþjónusta Eldriborgararáðs verður haldin í Lindakirkju sunnudaginn 11. mars kl. 20:00.

 

Séra Dís Gylfadóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna.

Kór Lindakirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Óskars Einarssonar.

 

Eftir guðsþjónustuna bjóða Eldriborgararáð og Lindasöfnuður  kirkjugestum upp á kvöldhressingu.

Verið innilega velkomin og takið með ykkur gesti.

Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Eldriborgararáðs og Lindakirkju.

 

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.