Á sunnudaginn verður sunnudagaskólinn að sjálfsögðu á sínum stað klukkan ellefu. Við fáum að sjá hvað Hafdís og Klemmi eru að fást við, syngjum og heyrum Biblíusögu.

Klukkan átta um kvöldið verður guðsþjónusta. Þá mun Unglingagospelkór Lindakirkju syngja af snilld undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Óskar Einarsson leikur undir á píanó. Sr. Guðmundur Karl leiðir helgihaldið og prédikar. Allir velkomnir.