Gleði og gaman í Lindakirkju

Þriðjudaginn 9 janúar kl. 13:00-14:00 hefjast nýjar stundir í Lindakirkju sem munu vera vikulega út apríl.

Á þessum stundum ætlum við að rannsaka hvernig hlátur og skopskyn getur auðgað tilveru okkar og fyllt okkur lífsgleði.

Tímarnir byggja á stuttri fræðslu, guðsorði, látbragði, leik, hlátri, slökun og hugleiðslu.

Allir velkomnir.

Þórdís Sigurðardóttir markþjálfi og hláturþjálfi og sr. Dís Gylfadóttir