Fimmtudaginn 4. janúar verður verður á dagskrá fyrsta súpusamvera ársins. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru súpusamverur ætlaðar eldri borgurum og eru haldnar einu sinni í mánuði. Að venju hefst borðhald klukkan tólf en samverunni lýkur um hálftvö. Gestur að þessu sinni er Ingvar Viktorsson fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.