Á aðfangadag kl. 16:00 er að venju jólastund fjölskyldunnar í Lindakirkju. Um er að ræða skemmtilega og hátíðleg stund sem segja má að sé sambland af sunnudagaskóla og jólamessu. Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur, börn sýna helgileik, Regína Ósk syngur með unglingagospelkórnum, við fáum að fylgjast með Hafdísi og Klemma í jólaskapi, svo eitthvað sé nefnt.

Aftansöngur er á sínum stað kl. 18:00 Kór Lindakirkju syngur undir stjórn og við píanóleik Óskars Einarssonar. Einsöng með kórnum syngur Guðrún Óla Jónsdóttir. Trompetleikur: Ari Bragi Kárason. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.

Kjörið er að koma í miðnæturmessu kl. 23:30 áður en lagst er á koddann. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn og við píanóleik Óskars Einarssonar.Einsöng með kórnum syngja Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Guðrún Óla Jónsdóttir og fleiri. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

 

Jóladagur
Á jóladag er hátíðarguðsþjónusta kl. 11 árdegis. Söngkonurnar Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir og Jóhanna Héðinsdóttir syngja við píanóleik Antoníu Hevesi. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar.

 

Annar í jólum

Sveitamessa verður haldin á annan í jólum kl. 14:00 Kór Lindakirkju syngur jólasálmana við undirleik hljómsveitar undir stjórn Óskars Einarssonar. Sérstakur gestasöngvari er Björgvin Halldórsson. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

 

Á gamlársdag er messa kl. 17:00 Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Trompetleikur: Steinar Kristinsson. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar.