Sunnudaginn 10. desember verður nóg um að vera.

Kl. 11 verður kirkjubrall og þá eigum við góða stund saman, föndrum og bröllum eitthvað skemmtilegt.

Kl. 20 hefst kaffihúsamessa í safnaðarheimili Lindakirkju. Tríóið Töfratónar leikur ljúfa jólatónlist og sr. Dís Gylfadóttir þjónar.