Sunnudagaskólinn verður aðeins með breyttu sniði á sunnudaginn því þá mæta Brúðuheimar með einhverja bestu jólasýningu sem í boði er, brúðuleikritið Pönnukakan hennar Grýlu.
Við kveikjum á fyrsta kerti aðevntukransins og gefum söfnunarbauka frá Hjálparstarfi kirkjunnar til að safna í á aðventunni.

Um kvöldið kl. 20:00 er Guðsþjónusta í Lindakirkju. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Hjónin Áslaug Helga og Matti sax annast tónlistina. Allir prestarnir sjá um stundina.