Þessa viku taka fermingarbörn um allt land þátt í söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og ganga í hús með söfnunarbauk í hönd og safna fyrir vatnsverkefnum í Eþíópíu. Áður en börnin fara af stað fræðast þau um verkefnin og um gildi samhjálpar og náungakærleiks.

Fermingarbörn í Lindakirkjuu hafa tekið þátt í söfnuninni undanfarin ár. Söfnunin fer að þessu sinni fram fimmtudaginn 9. nóvember kl. 17-20.  Tökum vel á móti þeim og styðjum gott málefni. Ef smellt er á meðfylgjandi mynd er hægt að skoða myndband sem skýrir út hverju verið er að safna fyrir.