22. október verður sannarlega sunnudagur til sigurs í Lindakirkju.
Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað kl. 11:00. Að sjálfsögðu syngjum við nýja sunnudagaskólalagið, Í öllum litum regnbogans, og dustum einnig rykið af laginu í sjöunda himni. Biblíusaga, Rebbi og Vaka mæta og við fáum að fylgjast með nýustu ævintýrum Hafdísar og Klemma. Um kvöldið kl. 20 verður messa í Lindakirkju. Kórinn syngur af sinni snilld undir stjórn Óskars Einarssonar, boðskapurinn rúllar eins og valtari og Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar fyrir altari.
Þemað er: Mennirnir líta á útlitið en Guð á hjartað.