Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 og þar verður sungið, hlustað á Biblíusögu, horft á brúðuleikrit og nýjan þátt með Hafdísi og Klemma, sem fara í Þrautakóng. Um kvöldið kl. 20 er guðsþjónusta í Lindakirkju. Kór Lindakirkju syngur, stjórnandi er Óskar Einarsson. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar. Þema guðsþjónustunnar er: Hlustum á Guð.