Sunnudaginn 8. október verður að vandaður að vanda. Klukkan ellefu verður sunnudagaskólinn á sínum stað með Rebba og Vöku í brúðuleikhúsinu, fullt af skemmtilegum söngvum og svo fáum við að heyra góð orð úr Biblíunni. Við fáum líka að sjá mynd um Hafdísi og Klemma.

Klukkan átta um kvöldið verður, á okkar messutíma, samkoma með Hljómsveitinni Sálmari, sem leiðir kröftuga lofgjörð. Auk þess verður boðið upp á fyrirbæn. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson stjórnar samkomunni og prédikar.