• Föstudaginn 29. september var kjörinn nýr prestur við Lindakirkju, sem er jafnframt þriðji prestur safnaðarins. Dís Gylfadóttir var kjörin. Hún hefur verið starfsmaður Lindakirkju síðan árið 2012 og hefur hún á þeim tíma gengt margvíslegum störfum á vegum safnaðarins.
    Við í Lindakirkju fögnum því að fá Dís til prestsþjónustu og biðjum henni blessunar í lífi og starfi.