Næsta sunnudag, 1. október hefst sunnudagaskólinn í Lindakirkju að vanda klukkan ellefu. Þar verður margt brallað en meðal annars verður sýnd splunkuný mynd um Hafdísi og Klemma.
Um kvöldið kl. 20 er messa í Lindakirkju. Okkar frábæri Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar fyrir altari. Þessi stund verður full af andlegum vítamínum fyrir vikuna framundan.