Næstu tvo vetur verður unnið með verkefnið NÁTTÚRULEG SAFNAÐARUPPBYGGING (NSU) í Lindakirkju. Það hefst með kynningu mánudaginn 9. október kl. 18:00 sem allir eru velkomnir á. Síðan mun allstór hópur fulltrúa ýmissa starfssviða safnaðarins útfylla nafnlausa krossa-könnun. Niðurstaða hennar gefur til kynna stöðu svokallaðra gæðamarka safnaðarins.

Söfnuðurinn fær svo aðstoð viðurkenndra leiðbeinenda við að túlka þessar niðurstöður og þróa aðgerðir sem stuðla að meiri grósku í safnaðarlífinu með sem minnstri fyrirhöfn.

Starfshópur kemur til með að halda utan um þetta verkefni.