Hollendingurinn Téo van der Weele er mörgum Íslendingum kunnur sem andlegur leiðbeinandi og sálgætir eftir áratuga þjónustu. Sem ungur prestur starfaði hann á meðal flóttafólks í Tælandi þar sem þúsundir þörfnuðust áfallahjálpar. Þá hóf hann að þróa aðferð sína sem miðar að því að almennir sjálfboðaliðar geti lært að miðla græðandi mætti Guðs inn í líf annarra. 
Téo leggur áherslu á að miðla friði og blessun Guðs í gegnum fyrirbæn. Friður í skilningi Téo er áhrifaafl sem vekur kyrrð og öryggi í lífi fólks og gefur þeim sem orðið hafa fyrir áföllum færi á að endurheimta sjálf sig. 
Námskeiðin Friður – kraftur til breytinga verður haldið helgina 4. til 5. febrúar n.k. í Lindakirkju. 
Námskeiðið stendur frá kl. 9:00 til 17:00 á laugardeginum og 13:00 til 17:00 á sunnudeginum. 
Hér er gott tækifæri fyrir fólk sem langar að dýpka vitundarsamband sitt við Guð, bæta sjálfsskilning og auka færni í samskiptum. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 25 manns og þátttaka kostar kr. 14.000.-
Nánari upplýsingar og skráningu má nálgast á Facebook síðunni: „TEÓ Helgarnámskeið í Lindakirkju 4. og 5. feb. 2017.“