Það er gaman að segja frá því að í desember 2016 komu alls um 3100 manns í guðsþjónustur í Lindakirkju og þá á eftir að telja sunnudagaskólann með, barna og unglingastarfið, lofgjörðar- og fyrirbænastundir, hláturhópinn, Vinavoðir, eldri borgara starfið, Lindubuff, Fjölgreinastarfið, KFUM og KFUK deildirnar og allar heimsóknir bæði í kirkjuna og eins þegar prestarnir heimsóttu skóla og leikskóla en sá fjöldi taldi rúmlega 1500 manns. Alls eru þetta því um 4600 manns.  Þá eru ekki taldir með þeir sem viðstaddir voru sérstakar athafnir eins og skírnir, brúðkaup og útfarir í kirkjunni. Ætlunin er að birta tölur um þátttöku í starfi Lindakirkju mánaðarlega héðan í frá og til vors að minnsta kosti. Fylgist með 🙂