Aðventa, jól og áramót í Lindakirkju

 

Fyrsti sunnudagur í aðventu

11:00 Sunnudagaskóli. Dibbabú fyrir 6 ára og eldri.
20:00 Guðsþjónusta.

Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.

 

Annar sunnudagur í aðventu

11:00 Kirkjubrall

Í kirkjubralli komum við saman og eigum skemmtilega samveru, föndrum fyrir jólin og bröllum ýmislegt í kringum spennandi biblíusögu. Að lokum borðum við saman. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!

20:00 Möguleikhúsið sýnir leikritið Aðventu, sem byggt er á samnefndri sögu Gunnars Gunnarssonar. Leikari: Pétur Eggerz.

 

Föstudagurinn 9. desember

20:00 Hátíðartónleikar Eyþórs Inga. Létt og hugljúf kvöldstund með einum af okkar bestu dægurlagasöngvurum. Auk Eyþórs syngur Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. Miðaverð 2.500 kr.

 

Þriðji sunnudagur í aðventu

11:00 Sunnudagaskóli. Bernd Ogrodnik brúðuleikari sýnir brúðuleikritið: Pönnukakan hennar Grýlu. Allir velkomnir.

20:00 Kaffihúsaguðsþjónusta. Hljómsveitin Töfratónar leikur ljúfa jólatóna og leiðir söng á meðan verður boðið upp á kaffi og konfekt. Frjáls framlög til hjálparstarfs kirkjunnar.

 

Laugardagurinn 17. desember
15:00 Jólatónleikar barnanna

Regína Ósk stýrir fallegum og fjörugum tónleikum fyrir börn á öllum aldri í samvinnu við Lindakirkju. 6 ára og eldri 500 kr, fullorðnir 1.000 kr. Ókeypis er fyrir 5 ára og yngri.

 

Fjórði sunnudagur í aðventu

11:00 Jólaball sunnudagaskólans.

20:00 Aðventuhátíð Lindakirkju. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar og við undirleik hljómsveitar. Sérstakir gestir aðventuhátíðarinnar eru, meðal annarra söngkonurna og Regína Ósk og Stefanía Svavarsdóttir. Auk þeirra koma fram einsöngvarar úr röðum Kórs Lindakirkju. Lesin verður jólasaga og flutt stutt hugvekja. Aðgangseyririnn 1000 kr. rennur óskertur til Hjálparstarfs kirkjunnar.

 

Aðfangadagur jóla

16:00 Jólastund fjölskyldunnar

Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Jólahelgileikur og óvænt heimsókn í brúðuleikhúsið og við sjáum Nebba í jólaskapi. Í lok stundarinnar fá börnin jólaglaðning frá Lindakirkju.

18:00 Aftansöngur

Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar.
Trompetleikur: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.

23:30 Miðnæturmessa

Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar.
Trompetleikur: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.

Jóladagur

11:00 Hátíðarguðsþjónusta

Sópransöngkonurnar Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir og Jóhanna Héðinsdóttir syngja. Undirleikari: Antonia Hevesi. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.

 

Annar í jólum

14:00 Sveitamessa

Jólasálmar með alþýðlegum blæ. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar og við undirleik hljómsveitar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.

 

Gamlársdagur

17:00 Gamlársguðsþjónusta.

Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sérstakur gestur Greta Salóme Stefánsdóttir. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.