Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar verður í miklu Gospelstuði sunnudagskvöldið 30. október kl. 20:00. Það verður blásið til tónleika þar sem kraftmikil gospeltónlist verður í forgrunni. Lög eftir Kirk Franklin, Andréa Crouch og fleiri meistara gospeltónlistarinnar munu hljóma en einnig verður frumflutningur á nýju lagi úr smiðju Áslaugar Helgu við texta séra Guðmundar Karls, í spánýrri útsetningu eftir Óskar Einarsson. 
Miðaverð eingöngu kr.1000. Ókeypis er fyrir börn, 12 ára og yngri, og fyrir fermingarbörn gegn því að þau sýni „kirkjulykilinn“ sinn.
Miðar verða seldir við innganginn en einnig í forsölu í Lindakirkju á milli 12 og 16 á fimmtudag og föstudag.
Hlökkum til að sjá þig og lofum rífandi stemningu 🙂