Um er að ræða fullt starf mánudag til föstudags kl. 9-17. Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og annasamt. Hæfniskröfur eru stundvísi, vinnusemi, tillitssemi, létt lund og góð almenn tölvukunnátta. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk. Skriflegar umsóknir sendist til Lindakirkju, Uppsölum 3, 201 Kópavogur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. október.

Nánari upplýsingar gefa formaður sóknarnefndar, Arnór L. Pálsson s. 554 3300 og 821 5133 og sóknarprestur, Guðmundur Karl Brynjarsson s. 650 5006 eða gegn um netfangið gudmundur.karl@lindakirkja.is