Messa kl. 20. Allir eru velkomnir en sérstök áhersla er lögð á verðandi fermingarbörn og fjölskyldur þeirra. Við fögnum því að fermingarfræðsla í Lindakirkju veturinn 2016-2017 er hafin. Undanfarna viku hafa börnin sótt svokallaða fermingarfræðsludaga, og í messunni fáum við að sjá afrakstur þeirra. Nokkur barnanna lesa fyrir okkur versin sín, sýnt verður myndband frá fermingarfræðsludögunum, tveir strákar úr hópnum syngja einsöng svo eitthvað sé nefnt. Kór Lindakirkju syngur, stjórnandi Óskar Einarsson.