Þá er fermingarstarfið að fara að hefjast en kennsla hefst í næstu viku og er kennt er í fjóra daga þriðjudaginn 16. ágúst til  föstudagsins 19. ágúst

Kennsla fer fram á eftirfarandi tímum:

Linda og Salaskóli mæta kl. 9:00 og lýkur kennslu um 12:15

Hörðuvalla og Vatnsendaskóli mæta kl. 13:00 og lýkur kennslu um 16:15.

 

Notast verður við bókina Con Dios sem kennd hefur verið síðustu þrjú ár og því víða til á heimilum bókin er seld í kirkjunni á tilboðsverði 2500 krónur, en einnig er hægt að fá hana í bókaverslunum.

Að kvöldi sunnudagsins 21. ágúst kl. 20:00  verður messa þar sem fjölskyldum fermingarbarnnanna er boðið og sýndar verða myndir og myndbönd frá námskeiðinu en Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar syngur við messuna. Allir prestar Lindakirkju, auk Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur djákna þjóna.

 

Fræðslan í vetur:

Tímasetning á kennslustundunum í vetur verður ákveðin í vikunni eftir að skólahald hefst og endanlegar stundatöflur liggur fyrir.

Tímasetning á haustferðum í Vatnaskóg hefur verið breytt, til að ferðirnar falli sem best að skólahaldi og verða nú sem hér segir:

Lindaskóli og Hörðuvallaskóli 5.-6. Október

Sala og Vatnsendaskóli 11. -12. Október.

 

Hlökkum til að vera með fermingarbörnunum í vetur.

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Sr. Guðni Már Harðarson

Sr. Sveinn Alfreðsson

Áslaug Helga Hálfdánardóttir djákni.