Sunnudaginn 12. júní verður sunnudagaskóli kl. 11:00 í Lindakirkju, um kvöldið verður svo þemamessa í Lindakirkju kl. 20:00. Þemað er amerískir trúarsálmar í flutningi gospelsöngkonunnar Áslaugar Helgu og tónlistarstjórans Óskars Einarssonar. Sungnir verða sálarfullir sálmar (spiritual hymns) eins og Nobody knows the trouble I´ve seen, Just a closer walk with thee og Go down Moses ásamt fleiri gospelperlum. Nýr íslenskur texti eftir Kristján Hreinsson verður sunginn við lagið Amazing Grace. Kirkjugestir eru sjálfsögðu hvattir til að syngja með enda ekki um tónleika að ræða. Séra Guðni Már Harðarson þjónar. Vertu velkomin í Lindakirkju á sunnudagskvöldið.