Núna á laugardaginn 16. apríl kl. 16:00 verða tónleikar í Lindakirkju. Gospelkórinn Soulsingers frá Danmörku, sem er einn stærsti og öflugasti gospelkórinn þarlendis, er hér á landi í söngferðalagi. Í samvinnu við Kór Lindakirkju, sem einnig kemur fram, heldur kórinn tónleika í Lindakirkju. Aðgangur er ókeypis.

Nánar um Soulsingers: 

Stjórnandi kórsins er Janne Wind sem er vel þekkt söngkona, stjórnandi og lagasmiður í heimalandinu og píanisti með kórnum er Lars Bruno. 

Síðasta verkefni kórsins voru tvennir gospeltónleikar í tónleikahöllinni í Odense ásamt sinfoníuhljómsveitinni þar. Þess ber að geta að uppselt var á báða tónleikana.

 

 

 
Viðhengjasvæði