Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur býður öllum sem vilja koma á tónleika í Lindakirkju 17. mars kl. 20:00. Tilefnið er fimmtugsafmæli hans, þann 18. mars. Á tónleikunum koma fram ýmsir flottir listamenn og má þar nefna Þór Breiðfjörð og Regínu Ósk. Hinn magnaði Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar en með honum í hljómsveitinni verða Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmundsson og Sigfús Óttarsson. Auk þess munu a.m.k. þrjár hljómsveitir Guðmundur Karl hef spilað með stíga á stokk, en þær heita Vébandið, sem Guðmundur Karl söng með á unglingsárum, Góðu fréttirnar og Biblíusugurnar.  Að sjálfsögðu er enginn aðgangseyrir. Afmælisbarnið afþakkar afmælisgjafir en tekið er við frjálsum framlögum í Skjásjóð Lindakirkju . Fyrir skjásjóðinn stendur svo til að kaupa flennistóran LED skjá á altarisvegg kirkjunnar. Reikningsnúmer Skjásjóðs Lindakirkju er 0322-13-303513 Kt. . 550302-2920.