Lofgjörðarstund þriðjudagskvöld 8. mars kl. 20:00.
Kór Ástjarnarkirkju leiðir lofgjörðina undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar og hljóðfæraleikara. Sigurður Ingimarsson tónlistarmaður og major í hjálpræðishernum flytur vitnisburð og syngur fyrir okkur. Áslaug Helga djákni leiðir stundina. Boðið er upp á fyrirbæn í lokin.