Sunnudagaskóli kl. 11:00 Það verður öllu tjaldað til í sunnudagaskólanum þegar við bjóðum uppá þriðja kirkjubrall vetrarins. Í Kirkjubralli er sunnudagaskólanum skipt uppí nokkrar stöðvar sem ganga útá að bralla eitthvað skemmtilegt s.s.  föndur, ratleik, borða, skreyta mat,  skapa og skemmta sér! Sjón er sögu ríkari!  Stundin er örlítið lengri en venjulegur sunnudagaskóli en matur er innifalin í stundinni.  Skemmtileg samverustund fyrir börn og fullorðna. 

 

Guðþjónusta kl. 20:00. Kór Lindakirkju í léttri sveiflu undir stjórn Óskars Einarssonar. Guðni Már Harðarson þjónar. Kaffi og gott samfélag eftir messu.